Vacancies


Sérfræðingur í langtímaáætlunum í áhafnadeild (e. Long Term Planning Specialist)


SÉRÐU INN Í FRAMTÍÐINA?

WOW air óskar eftir að ráða metnaðarfullan einstakling í áhafnadeild félagsins til að reikna út og áætla langtíma áhafnaþörf og skipuleggja komandi misseri.  Starfið felur meðal annars í sér gagnaöflun og greiningarvinnu auk töluverðra samskipta við aðila innan félagsins. Um nýtt starf er að ræða innan áhafnadeildar WOW air þar sem markmiðið er bestun og jöfnun áhafnaskráa.  Háskólamenntun í verkfræði, stærðfræði eða tengdum greinum er skilyrði. Góð enskukunnátta, greiningarhæfni og samskiptafærni eru mikilvægir eiginleikar fyrir starfið.

 

Open until July 25, 2018

Sérfræðingur í gerð áhafnaskráa (e. Rostering Specialist)


VERTU Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP!

Við óskum eftir að bæta við starfsmanni í áhafnadeild WOW air til að vinna við skráargerð áhafna WOW air. Gott skipulag, samviskusemi og nákvæmni eru allt góðir kostir að hafa. Við leitum að einstaklingi með reynslu úr flugrekstri og frábæra samskiptahæfni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. 

 

Open until July 25, 2018

Flugvirkjar


KANNTU AÐ VIRKJA FLUGVÉLAR?

WOW air auglýsir lausar stöðu flugvirkja til þess að sinna viðhaldi á flugvélum félagsins á línustöð í Keflavík.

Leitað er eftir metnaðarfullum flugvirkjum sem eru tilbúnir að vinna fjölbreytt flugvirkjastörf á skemmtilegum vinnustað.
 

Open until August 1, 2018

Farangursfulltrúi - Baggage agent


ERTU TIL Í TÖSKU STUÐIÐ?

WOW air leitar að jákvæðum aðila til að skrá og halda utan um skráningu á töskum fyrir hönd WOW air í Keflavík. Í þessu starfi skiptir máli að vera skipulagður, nákvæmur og með frábæra samskiptahæfni. Mikilvægt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. 

Open until July 23, 2018

Verkefnastjóri í vefteymi á sölu- og markaðssviði


ERTU UNDUR VEFALDAR?

Vegna spennandi verkefna framundan leitum við að drífandi og fjölhæfum verkefnastjóra í vefteymi okkar á sölu- og markaðssviði. Í boði er fjölbreytt og krefjandi starf við stjórnun og skipulagningu verkefna á sviði vefþróunar. Viðkomandi vinnur náið með vefstjóra að verkefnum sem snúa að uppbyggingu, viðhaldi og þróun vefsins, bókunarvélar og smáforrita. Um fullt starf er að ræða. Hefur þú áhuga á öllu sem viðkemur vefmálum og upplýsingatækni? Þá ætti þetta ekki að vefjast fyrir þér.

Open until July 23, 2018

Þjónustufulltrúar í þjónustuveri - hlutastarf


VILTU VEITA WOW ÞJÓNUSTU?

Við leitum að þjónustuglöðum einstaklingum sem brosa allan hringinn hvað sem á dynur. Elskar þú að mala í símann? Ertu ótrúlega úrræðagóð/ur og fær í að skrifa vinalega tölvupósta? Viltu hafa gaman í vinnunni? Þá er þetta draumastarfið. Mjög góð íslensku- og enskukunnátta er lykilatriði en önnur tungumálakunnátta er stór plús. Einnig er gott ef viðkomandi getur hafið störf fljótt. 

 

Open until July 24, 2018

Sumarstörf hjá WOW air 2018


VILTU VERA MEMM Í SUMAR?
Það er nóg að gera hjá WOW air á sumrin. Við viljum endilega fá fleira skemmtilegt fólk í ört stækkandi hópinn. Það væri gaman að fá frá þér umsókn! 
 


Almenn umsókn


VILTU VERA MEMM?
WOW air er skemmtilegur vinnustaður í örum vexti. Við þurfum reglulega að bæta við okkur góðu fólki. Það væri gaman að fá frá þér umsókn!