Störf í boði


Flugmenn


KANNTU NÝRRI FLAUG AÐ FLJÚGA?

Við óskum eftir að ráða fræknar flughetjur til að fljúga öllum splunkunýju vélunum okkar út um allan heim. Við leitum bæði að nýliðum og reynslumiklum flugköppum. Ráðning flugmanna er liður í auknum umsvifum félagsins en um er að ræða framtíðarstörf á nýjum A330, A321, A320 vélum WOW air.

 


Sérfræðingur í hagdeild


TALAR ÞÚ TÖLUR?

Við leitum að framúrskarandi greinanda sem elskar tölur, söguna sem þær segja og er snillingur í skýrslugerð. Helstu verkefni snúa að greiningum og innleiðingu viðskiptagreindar. Réttur aðili mun gegna lykilhlutverki í tekju- og kostnaðaraðhaldsteymi WOW air og vinna náið með öllum deildum í greiningu tekna og kostnaðar, ásamt innleiðingu betri ferla og nýtingu rekstrarfjármuna.

 

Umsóknarfrestur til og með 22. nóvember 2017

Starfsmaður í verkfræðideild


Vegna ört stækkandi flota leitum við nú að sterkum einstaklingi til að sinna stöðu Powerplant Engineer í tæknideild WOW air. Viðkomandi þarf að hafa haldbæra reynslu af störfum í viðhaldi flugvéla auk þess sem reynsla af hreyflaviðhaldi er mikill kostur.
 

Umsóknarfrestur til og með 24. nóvember 2017

Almenn umsókn


VILTU VERA MEMM?
WOW air er skemmtilegur vinnustaður í örum vexti. Við þurfum reglulega að bæta við okkur góðu fólki. Það væri gaman að fá frá þér umsókn!