Störf í boði


KANNTU NÝRRI FLAUG AÐ FLJÚGA


Við óskum eftir að ráða fræknar flughetjur til að fljúga öllum splunkunýju vélunum okkar út um allan heim. Við leitum bæði að nýliðum og reynslumiklum flugköppum. Ráðning flugmanna er liður í auknum umsvifum félagsins en um er að ræða framtíðarstörf á nýjum A330, A321, A320 vélum WOW air.

 

Umsóknarfrestur til og með 20. september 2018

Senior BI specialist


ERTU TÖLFRÆÐILEGT GAGNASÉNÍ?

WOW air óskar eftir að ráða gagnlegan gagnasérfræðing í viðskiptagreind sem hefur brennandi áhuga á flugi og flugstarfsemi. Við leitum metnaðarfullum einstaklingi með ríka skipulagshæfileika í fullt starf, sem felur í sér þarfa- og gagnagreiningu, áreiðanleikaprófanir og fleiri æsispennandi verkefni á skemmtilegum vinnustað.

 

Umsóknarfrestur til og með 20. ágúst 2018

Junior BI specialist


ERTU GLIMRANDI GOTT GAGNAGÚRÚ?

Vegna fjölmargra spennandi verkefna fram undan leitum við nú að drífandi og afburðarsnjöllum gagnasérfræðingi í viðskiptagreind. Um fullt starf er að ræða og mun réttur aðili vinna með metnaðarfullu fólki með blússandi WOW faktor. Hefur þú gaman af gögnum og gleði af góðum félagsskap? Heyrðu þá í okkur. Dálæti á flugvélabröndurum er kostur.

 

Umsóknarfrestur til og með 20. ágúst 2018

Starfsmaður á vakt í Ground Operations á Keflavíkurflugvelli


WOW air leitar að jákvæðum starfsmanni í daglega starfsemi WOW air á Keflavíkurflugvelli. Rík þjónustulund með bros og festu að leiðarljósi ásamt færni í mannlegum samskiptum eru góðir eiginleikar. Um fullt starf er ræða og unnið er á dag- og næturvöktum.

 

Umsóknarfrestur til og með 17. ágúst 2018

Product Data Analyst


Introduction

WOW is looking for passionate and enthusiastic product data analysts to join our team. At WOW air we strongly believe that innovative software solutions and digital products are key to revolutionizing the airline and travel industry and data is at the core of every product decision we make. A/B testing is highly integrated into the way we work and release new features.

 

Umsóknarfrestur til og með 20. ágúst 2018

Flugvirki í skipulagsdeild - Aircraft Maintenance Planner


ERTU MEÐ VIÐHALDIÐ Á HEILANUM?


Aukin umsvif þýðir fleira WOW fólk og nú erum við að leita að fluggáfuðum flugvirkja til að skipuleggja reglubundið viðhald á flugvélum WOW air. Rík áhersla er lögð á nákvæmni, samskiptahæfni og sjálfstæð vinnubrögð. Fílar þú fjólubláan og er gott skipulag þitt fag? Þá erum við að tengja.

 

Umsóknarfrestur til og með 20. ágúst 2018

Almenn umsókn


VILTU VERA MEMM?
WOW air er skemmtilegur vinnustaður í örum vexti. Við þurfum reglulega að bæta við okkur góðu fólki. Það væri gaman að fá frá þér umsókn!