Störf í boði


Flugmenn


KANNTU NÝRRI FLAUG AÐ FLJÚGA?

Við óskum eftir að ráða fræknar flughetjur til að fljúga öllum splunkunýju vélunum okkar út um allan heim. Við leitum bæði að nýliðum og reynslumiklum flugköppum. Ráðning flugmanna er liður í auknum umsvifum félagsins en um er að ræða framtíðarstörf á nýjum A330, A321, A320 vélum WOW air.

 


Senior software engineer


WOW Labs is looking for passionate and enthusiastic software engineers to join our team.  We are seeking ambitious senior developers with at least 5 years of experience in software development. At WOW air we strongly believe that innovative software solutions and digital products are key to revolutionizing the airline and travel industry. Our goal is to develop next-generation products and technologies that change how people travel and fly.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Junior software engineer


We wish to add to our WOW labs team a passionate and enthusiastic junior software engineer. As a junior engineer, you will join one of our cross-functional product teams and work with other team members to deliver a well-defined product or product feature. Depending on your speciality and interest, you will also participate in our server or client discipline forums where the respective developers discuss and synchronise on common issues and interests.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Agile coach / Scrum Master


As an Agile coach you will coach and assist our cross-functional product teams on the values and principles of Agile development. You role is to help our teams become independent and self-organised. As an Agile coach you will frequently facilitiate key Agile sessions such as daily stand-ups, planning and retrospective’s as well as workshops and other meetings. Your role is also to educate our teams on communication and project management tools and facilitate consistent usage.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Rekstrarstjóri frívörulagers


WOW air leitar nú að rekstrarstjóra frívörulagers sem ber ábyrgð á daglegum rekstri Duty Free deildar fyrirtækisins. Deildin sér um innkaup, pökkun og sölu á varningi sem seldur er um borð í flugvélum WOW air. Starfsstöðin er á vallasvæði Keflavíkurflugvallar en þar starfa um 40 manns við pökkun og flutning á vörum um borð í flugvélar.  Rekstrarstjóri hefur auk þess aðstöðu í höfuðstöðvum WOW air í Reykjavík.

 

Umsóknarfrestur til og með 26. febrúar 2018

Starfsmaður í áhafnadeild - Rostering


VERTU Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP!

Við óskum eftir að bæta við starfsmanni í áhafnadeild WOW air til að vinna við skráargerð áhafna WOW air. Skipulagni, samviskusemi og nákvæmni eru allt góðir kostir að hafa. Við leitum að einstaklingum með reynslu úr flugrekstri og frábæra samskiptahæfni.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Starfsmaður í áhafnadeild - Daily Crewing


FINNST ÞÉR FÓLK FRÁBÆRT?

Við leitum að starfsmanni til að sinna “Daily Crewing” í hröðu og spennandi umhverfi áhafnadeildar WOW air. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og skemmtilegur með frábæra samskiptahæfni.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

IOCC Dispatch


Vegna aukinna umsvifa í flugrekstri WOW air, leitum við að framkvæmdaglöðum og skipulögðum einstaklingi til að sinna krefjandi og skemmtilegum verkefnum í flugrekstrardeild WOW air. Starfið felur meðal annars í sér undirbúning gagna fyrir flug, stjórnun ATC flugáætlana og fleira. Góð samskiptafærni, tölvuþekking og enskukunnátta eru mikilvægir eiginleikar fyrir starfið og reynsla úr flugrekstri er stór kostur.

For job description and application form in English please click here
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Lykilstarfsmaður í Ground Operations - OPS Person


WOW air leitar að jákvæðum einstaklingum til að sinna “Operations” stöðu, sem felur í sér verkefni tengd daglegri starfsemi WOW air á Keflavíkurflugvelli. Reynsla af störfum flugfélaga, afgreiðsluaðila eða flugvallarstarfsemi ásamt þeim eiginleika að geta unnið undir pressu eru góðir eiginleikar í starfið. Einnig þarf viðkomandi að afa getu til að stuðla að fyrirbyggjandi áætlanagerð til að minnka frekari truflanir á áætlun WOW air þegar á við með afkastavísir(KPI) að leiðarljósi sem og öryggi véla og starfsmanna.
 

 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Sérfræðingur á flugrekstrarsviði - Flight Support Specialist


FINNUR ÞÚ LAUSNINA?

Ef þú ert lausnamiðaður, hefur gaman að því að leysa þrautir, getur unnið sjálfstætt sem og með öðrum í hóp gæti þetta verið starfið fyrir þig. Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg sem og góð enskukunnátta. 
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Sérfræðingur í ferlaskráningu og þjónustustöðlum


ERTU MEÐ HÁAN STAÐAL?

WOW air leitar að framúrskarandi starfsmanni til að sinna starfi sérfræðings starfsemi á jörðu niðri (e. Ground Operations) með áherslu á ferlaskráningu og utanumhald með þjónustustöðlum WOW air. Fara frávik í taugarnar á þér? Okkur vantar starfsmann til þróa og viðhalda stöðlum félagsins. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og mikillar fagmennsku.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Verkefnastjóri á samfélagsmiðlum


FRAMLEIÐSLA Á WOW EFNI

Eru samfélagsmiðlar þitt annað heimili? Hefur þú hugmyndaflug sem nær 30 þúsund fetum og getur framleitt efni sem fangar athygli á veraldarvefnum? Elskar þú að ferðast og takast á við nýjar áskoranir? Ef þú kinkaðir kolli við öllu þessu þá viljum við heyra frá þér!
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Verkefnastjóri SysOps


Við leitum nú að verkefnastjóra í SysOps hjá WOW labs. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í verkefnastjórnun, innleiðingu hugbúnaðarkerfa og afburða samskiptahæfni er ekki síður mikilvæg. 
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Starfsmaður í markaðsdeild


REITIR RUSLPÓSTUR ÞIG TIL REIÐI?

WOW air óskar eftir að ráða fjölhæfan og drífandi starfsmann í sölu- og markaðsdeild til að ná til viðskiptavina flugfélagsins með skemmtilegum markpóstum. Ertu þaulskipulagður múltítasker með góða yfirsýn? Hefur þú brennandi áhuga á sölu- og markaðsmálum? Við leitum að metnaðarfullum aðila í fullt starf til að slást í WOW-hópinn og sinna spennandi verkefnum á líflegum vinnustað.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018

Sumarstarfsmenn í catering


WOW air óskar eftir að ráða röska og kraftmikla starfsmenn í veitingaþjónustu WOW air í Keflavík. Starfsmenn í veitingaþjónustu sjá um að hlaða og afhlaða söluvagna í og úr flugvélum félagsins ásamt tilfallandi verkefnum. Um vaktavinnu er að ræða. 

For job description and application form in English please click here
 

Umsóknarfrestur til og með 25. febrúar 2018

Sumarstarfsmenn á frívörulager


Við óskum eftir að ráða duglega og jákvæða starfsmenn á frívörulager WOW air í Keflavík. Frívörulager sér um alla sölu á varningi um borð í vélum félagsins. Um er að ræða framtíðarstörf en unnið er á 2-2-3 vöktum frá 8:00 til 20:00 alla daga vikunnar. 

For job description and application form in English please click here

Umsóknarfrestur til og með 25. febrúar 2018

Sumarstörf hjá WOW air 2018


VILTU VERA MEMM Í SUMAR?
Það er nóg að gera hjá WOW air á sumrin. Við viljum endilega fá fleira skemmtilegt fólk í ört stækkandi hópinn. Það væri gaman að fá frá þér umsókn! 
 


Almenn umsókn


VILTU VERA MEMM?
WOW air er skemmtilegur vinnustaður í örum vexti. Við þurfum reglulega að bæta við okkur góðu fólki. Það væri gaman að fá frá þér umsókn!