Störf í boði


KANNTU NÝRRI FLAUG AÐ FLJÚGA


Við óskum eftir að ráða fræknar flughetjur til að fljúga öllum splunkunýju vélunum okkar út um allan heim. Við leitum bæði að nýliðum og reynslumiklum flugköppum. Ráðning flugmanna er liður í auknum umsvifum félagsins en um er að ræða framtíðarstörf á nýjum A330, A321, A320 vélum WOW air.

 

Umsóknarfrestur til og með 20. september 2018

Þjónustufulltrúi í bótakröfum


VILTU VEITA WOW ÞJÓNUSTU?

Við leitum að þjónustuglöðum einstaklingi sem brosir allan hringinn hvað sem á dynur. Viðkomandi kemur til með að vinna að fjölbreyttum og krefjandi verkefnum í lifandi umhverfi. Kanntu sjálfstæð og öguð vinnubrögð, ertu jákvæð manneskja með einstaka hæfni í mannlegum samskiptum? Þá gæti þetta verið starf fyrir þig. Góð færni í íslensku og ensku er lykilatriði og kostur að hafa reynslu af starfsemi flugfélaga. Gott ef viðkomandi getur hafið störf fljótt.
 

Umsóknarfrestur til og með 21. september 2018

Almenn umsókn


VILTU VERA MEMM?
WOW air er skemmtilegur vinnustaður í örum vexti. Við þurfum reglulega að bæta við okkur góðu fólki. Það væri gaman að fá frá þér umsókn!