IOCC Dispatch


Vegna aukinna umsvifa í flugrekstri WOW air, leitum við að framkvæmdaglöðum og skipulögðum einstaklingi til að sinna krefjandi og skemmtilegum verkefnum í flugrekstrardeild WOW air. Starfið felur meðal annars í sér undirbúning gagna fyrir flug, stjórnun ATC flugáætlana og fleira. Góð samskiptafærni, tölvuþekking og enskukunnátta eru mikilvægir eiginleikar fyrir starfið og reynsla úr flugrekstri er stór kostur.

For job description and application form in English please click here
 

STARFSSVIÐ

Flugumsjónarfólk sér um flugplön, samskipti við áhafnir, þjónustuaðila og flugvallayfirvöld svo eitthvað sé nefnt, alls staðar þar sem WOW air flugflotinn lendir. Við höldum WOWinu á lofti allan sólarhringinn og þess vegna er flugumsjón unnin bæði á nætur- og dagvöktum.
 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐASVIÐ:

 • Undirbúningur fluggagna og flugáætlana samkvæmt kröfum eftirlitsaðila og OPS handbóka
 • Flokkun, stjórnun og gerð ATC flugáætlana
 • Áætlanagerð samkvæmt Flight Time Limitation (FLT) áformum
 • Samræming flugáætlana og skipulagning
 • Flugeftirlit
   

MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Reynsla af flugrekstri eða flugumsjón
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Geta fyrirbyggt vandamál og fundið lausnir undir álagi
 • Hreina sakaskrá
 • Skipulagshæfni og góð tölvuþekking
 • Framúrskarand enskuþekking, bæði munnleg og skrifleg
 • Jákvætt viðmót og mjög góð samskiptahæfni
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018