Lykilstarfsmaður í Ground Operations - OPS Person


WOW air leitar að jákvæðum einstaklingum til að sinna “Operations” stöðu, sem felur í sér verkefni tengd daglegri starfsemi WOW air á Keflavíkurflugvelli. Reynsla af störfum flugfélaga, afgreiðsluaðila eða flugvallarstarfsemi ásamt þeim eiginleika að geta unnið undir pressu eru góðir eiginleikar í starfið. Einnig þarf viðkomandi að afa getu til að stuðla að fyrirbyggjandi áætlanagerð til að minnka frekari truflanir á áætlun WOW air þegar á við með afkastavísir(KPI) að leiðarljósi sem og öryggi véla og starfsmanna.
 

 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ

 • Tengiliður WOW AIR KEF HUB
 • Samskipti við innri og ytri hagsmunaaðila
 • Fylgjast með skeytum og seinkunarkóðum
 • Vinna með vaktstjórum og starfsmönnum á hlaði til að ná fljótlegum og skilvirkum snúningum flugvéla
 • Fylgjast með flugumferðarkerfum
 • Umsjón með færslum flugvéla
 • Umsjón með stæðum og hliðum komu og brottfara
 • Fylgjast með flugum, aðstoð við flug á leið til og frá KEF
 • Vera vakandi yfir hverju skrefi í snúningi á flugvél
 • Önnur tilfallandi verkefni
   

HÆFNIKRÖFUR

 • Geta samræmt og miðlað upplýsingum undir pressu
 • Reynsla af öðrum störfum í ground ops eða annars konar operations stöðum
 • Lausnamiðuð og sveigjanleg nálgun við úrlausn verkefna og áskorana innan þess regluverks sem einkennir flugbransann
 • Geta unnið undir mikilli pressu
 • Þekkingu á flugvallar- og flugafgreiðslu
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Hafa dugnað til að stuðla að breytingum innan deildarinnar


AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.
 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.

 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018