Sumarstörf hjá WOW air sumarið 2019


VILTU VERA MEMM Í SUMAR?
Það er nóg að gera hjá WOW air á sumrin. Við viljum endilega fá fleira skemmtilegt fólk í hópinn. Það væri gaman að fá frá þér umsókn! 
 

Starfssvið

Hjá WOW air leggjum við áherslu á að ráða til okkar skemmtilegt, þjónustulipurt og drífandi starfsfólk. Við bjóðum áhugaverð verkefni og frábæran vinnuanda. Störfin eru fjölbreytt og vinnuumhverfið lifandi. Sendu okkur endilega umsókn ef þú telur að við eigum samleið!


Aðrar upplýsingar

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1000 hörkuduglegir starfsmenn.