Sumarstarfsmenn í catering


WOW air óskar eftir að ráða röska og kraftmikla starfsmenn í veitingaþjónustu WOW air í Keflavík. Starfsmenn í veitingaþjónustu sjá um að hlaða og afhlaða söluvagna í og úr flugvélum félagsins ásamt tilfallandi verkefnum. Um vaktavinnu er að ræða. 

For job description and application form in English please click here
 

HÆFNI, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

  • Almenn ökuréttindi
  • Vinnuvélaréttindi (J) eru kostur en ekki skilyrði
  • Reynsla af flugafgreiðslu er kostur
  • Góð enskukunnátta
  • Góð almenn tölvuþekking
  • Þjónustulipurð og góðir samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni og samviskusemi
  • Stundvísi
  • Hreint sakavottorð


AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.
 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.

 

Umsóknarfrestur til og með 25. febrúar 2018