Starfsmaður í áhafnadeild - Daily Crewing


FINNST ÞÉR FÓLK FRÁBÆRT?

Við leitum að starfsmanni til að sinna “Daily Crewing” í hröðu og spennandi umhverfi áhafnadeildar WOW air. Viðkomandi þarf að vera skipulagður og skemmtilegur með frábæra samskiptahæfni.
 

STARFSSVIÐ

Starfið felur í sér mikil og góð samskipti við áhafnir WOW air og vinnu við breytingar á vinnuskrám þeirra. Skipulagni, samviskusemi og nákvæmni eru allt góðir kostir að hafa. Við leitum að einstaklingum með reynslu úr flugrekstri og frábæra samskiptahæfni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega. Unnið er á dagvöktum með 2-2-3 fyrirkomulagi og er vinnutími frá 7:00 til 19:00. 
 

MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Þekking og/eða reynsla af störfum í flugrekstri er kostur
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Gott vald á ensku
 • Tölvulæsi og góð almenn tölvukunnátta
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð með opnum huga
 • Lausnamiðuð og sveigjanleg nálgun við úrlausn verkefna og áskorana innan þess regluverks sem einkennir flugbransann
 • Geta til að blómstra í hröðu og krefjandi vinnuumhverfi með jákvæðni að leiðarljósi.
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018