Starfsmaður í áhafnadeild - Rostering


VERTU Í GÓÐUM FÉLAGSSKAP!

Við óskum eftir að bæta við starfsmanni í áhafnadeild WOW air til að vinna við skráargerð áhafna WOW air. Skipulagni, samviskusemi og nákvæmni eru allt góðir kostir að hafa. Við leitum að einstaklingum með reynslu úr flugrekstri og frábæra samskiptahæfni.
 

STARFSSVIÐ

Starfið felur í sér gerð vinnuskráa fyrir áhafnameðlimi WOW air. Viðkomandi þarf að fylgja því regluverki sem einkennir flugbransann og jafnframt geta búið til vinnuskrár á heimsmælikvarða. Skipulagni, samviskusemi og nákvæmni eru allt góðir kostir að hafa. Við leitum að einstaklingum með reynslu úr flugrekstri og frábæra samskiptahæfni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf fljótlega.
 

MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Þekking og reynsla af störfum í flugrekstri
 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Þekking á skráargerð áhafna kostur
 • Gott vald á ensku
 • Tölvulæsi og góð almenn tölvukunnátta
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð með opnum huga
 • Lausnamiðuð og sveigjanleg nálgun við úrlausn verkefna og áskorana innan þess regluverks sem einkennir flugbransann
 • Vilji til að verða ferlasérfræðingur og að nostra við smáatriðin.
 • Geta til að blómstra í hröðu og krefjandi vinnuumhverfi með jákvæðni að leiðarljósi.
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018