Flugmenn


KANNTU NÝRRI FLAUG AÐ FLJÚGA?

Við óskum eftir að ráða fræknar flughetjur til að fljúga öllum splunkunýju vélunum okkar út um allan heim. Við leitum bæði að nýliðum og reynslumiklum flugköppum. Ráðning flugmanna er liður í auknum umsvifum félagsins en um er að ræða framtíðarstörf á nýjum A330, A321, A320 vélum WOW air.

 

FLUGSTJÓRAR SKULU HAFA:

 • Gilt atvinnuflugmannsskírteini - 1. flokks (ATPL/A)
 • Gilt heilbrigðisvottorð - 1. flokks
 • Framúrskarandi enskukunnáttu. 5. stig að lágmarki
 • Lágmarksflugtíma
  • 5.000 flugtíma, þar af 500 tíma sem flugstjóri á þotu eða
  • 3.500 flugtíma, þar af 1.000 tíma sem flugstjóri á þotu eða
  • 3.500 flugtíma, þar af 500 tíma sem flugstjóri á Airbus A330 eða A320 fjölskyldunni
    

FLUGMENN SKULU HAFA:

 • Gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun fyrir tveggja hreyfla flugvél
 • Lokið bóklegu námi til réttinda atvinnuflugmanns - 1. flokks
 • Lokið námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC) 
 • Framúrskarandi enskukunnáttu. 4. stig að lágmarki


MEÐ UMSÓKN SKAL FYLGJA:

 • Afrit af flugmannsskírteini, gefið út af Samgöngustofu eða öðru aðildarríki flugöryggissamtaka Evrópu (EASA)
 • Heilbrigðisvottorð
 • Prófskírteini ásamt einkunnum fyrir allt bóklegt flugnám
 • Afrit af tveimur síðustu blaðsíðum í flugdagbók
 • Ferilskrá með eftirtöldum upplýsingum:
  • Heildarflugtími
  • Flugtími sem flugstjóri
  • Flugtími á fjölhreyfla flugvél
  • Flugtími á fjölstjórnarflugvél (MPA)
  • Flugtími á þotu eða skrúfuþotu
  • Fyrri störf og vinnuveitendur
    

VIÐ ERUM Í SKÝJUNUM!

Flugflotinn okkar tútnar stöðugt út og samanstendur nú af tveimur Airbus A320 flugvélum, sjö Airbus A321 flugvélum og þremur Airbus A330 breiðþotum. Auk þess eigum við von á tylft nýrra Airbus véla, fimm á þessu ári og sjö á þvínæsta. Fyrsta neo vélin er væntanleg til okkar núna í apríl, önnur kemur í sumar og á næsta ári bætast svo fjórar A330–900 neo vélar við flotann, sem mun telja 24 flugvélar í lok árs 2018. Vilt þú ekki einmitt prófa eitthvað nýtt?


AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir má senda á starf@wow.is.