Starfsmaður í markaðsdeild


REITIR RUSLPÓSTUR ÞIG TIL REIÐI?

WOW air óskar eftir að ráða fjölhæfan og drífandi starfsmann í sölu- og markaðsdeild til að ná til viðskiptavina flugfélagsins með skemmtilegum markpóstum. Ertu þaulskipulagður múltítasker með góða yfirsýn? Hefur þú brennandi áhuga á sölu- og markaðsmálum? Við leitum að metnaðarfullum aðila í fullt starf til að slást í WOW-hópinn og sinna spennandi verkefnum á líflegum vinnustað.
 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:

 • Markpóstar WOW air
 • Greining tækifæra og hugmyndavinna fyrir markpósta
 • Mæling á árangri og skýrslugerð
 • Önnur tilfallandi verkefni
   

HÆFNI, MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Mjög góð ritfærni á íslensku og ensku
 • Þekking á Mailchimp eða sambærilegum hugbúnaði er æskileg
 • Reynsla af tölvupóstmarkaðssetningu eða markaðssetningu á netinu er æskileg
 • Reynsla af myndvinnslu/margmiðlun og þekking á HTML er kostur
 • Sköpunargáfa og hugmyndauðgi er kostur
 • Góð samskiptafærni og skipulagshæfileikar
 • Áreiðanleiki og stundvísi
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018