Rekstrarstjóri frívörulagers


WOW air leitar nú að rekstrarstjóra frívörulagers sem ber ábyrgð á daglegum rekstri Duty Free deildar fyrirtækisins. Deildin sér um innkaup, pökkun og sölu á varningi sem seldur er um borð í flugvélum WOW air. Starfsstöðin er á vallasvæði Keflavíkurflugvallar en þar starfa um 40 manns við pökkun og flutning á vörum um borð í flugvélar.  Rekstrarstjóri hefur auk þess aðstöðu í höfuðstöðvum WOW air í Reykjavík.

 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:

 • Rekstur starfsstöðvar frívörulagers á Keflavíkurflugvelli
 • Skipulag á innkaupum, pökkun og lagerhaldi
 • Greining á sölutölum, rýrnun og veltuhraða birgða
 • Rekstur bílaflota og skipulag á flutningi um borð í flugvélar
 • Vaktaskipulag og starfsmannamál
   

HÆFNI, MENNTUN OG KUNNÁTTA: 

 • Reynsla af rekstri
 • Reynsla og/eða menntun í vörustjórnun æskileg
 • Mjög góð tölvufærni
 • Góð samskiptahæfni og skipulagshæfileikar


AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.
 

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.

 

Umsóknarfrestur til og með 26. febrúar 2018