Sérfræðingur á flugrekstrarsviði - Flight Support Specialist


FINNUR ÞÚ LAUSNINA?

Ef þú ert lausnamiðaður, hefur gaman að því að leysa þrautir, getur unnið sjálfstætt sem og með öðrum í hóp gæti þetta verið starfið fyrir þig. Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg sem og góð enskukunnátta. 
 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:

 • Uppfærsla á handbókum félagsins
 • Skráningar á nýjum vélum félagsins
 • Stuðningur við flugmenn, tengt afkastagetu flugvéla
 • Umsjón með Mass & Balance kerfi félagsins
 • Önnur verkefni tengt afkastagetu og skjaladreifingu
   

HÆFNI, MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Stúdentspróf eða menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegu starfi er æskileg
 • Gott vald á ensku í mæltu og rituðu máli 
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Leitað er eftir lausnamiðuðum starfsmanni sem hefur gaman að því að leysa þrautir, getur unnið sjálfstætt sem og með öðrum í hóp
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018