Sérfræðingur í ferlaskráningu og þjónustustöðlum


ERTU MEÐ HÁAN STAÐAL?

WOW air leitar að framúrskarandi starfsmanni til að sinna starfi sérfræðings starfsemi á jörðu niðri (e. Ground Operations) með áherslu á ferlaskráningu og utanumhald með þjónustustöðlum WOW air. Fara frávik í taugarnar á þér? Okkur vantar starfsmann til þróa og viðhalda stöðlum félagsins. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis og mikillar fagmennsku.
 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:

 • Umsjón með Ground Operations Manual
 • Upplýsingagjöf til afgreiðsluaðila á starfsstöðvum WOW air
 • Smíði verkferla og þjónustustaðla
 • Eftirfylgni með þjónustufrávikum
 • Ýmis tilfallandi verkefni
   

HÆFNI, MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Háskólapróf æskilegt
 • Reynsla af störfum í flugrekstri kostur
 • Gott vald á íslensku og ensku. Frekari tungumálakunnátta kostur
 • Kunnátta í smiði verkferla og þjónustustaðila
 • Þekking á hugbúnaði til gæðastjórnunar
 • Fagmennska, frumkvæði og sjálfstæði í starfi
 • Færni til að tileinka sér nýja þekkingu og vinnubrögð með opnum huga
 • Lausnamiðuð og sveigjanleg nálgun við úrlausn verkefna og áskorana innan þess regluverks sem einkennir flugbransann
 • Vilji til að verða ferlasérfræðingur og að nostra við hvert smáatriði
 • Geta til að blómstra í hröðu og krefjandi vinnuumhverfi með jákvæðni að leiðarljósi
 • Mjög góð samskipta- og samstarfshæfni
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018