Verkefnastjóri á samfélagsmiðlum


FRAMLEIÐSLA Á WOW EFNI

Eru samfélagsmiðlar þitt annað heimili? Hefur þú hugmyndaflug sem nær 30 þúsund fetum og getur framleitt efni sem fangar athygli á veraldarvefnum? Elskar þú að ferðast og takast á við nýjar áskoranir? Ef þú kinkaðir kolli við öllu þessu þá viljum við heyra frá þér!
 

Markaðsdeild WOW air leitar að metnaðarfullum aðila til að sjá um markaðssetningu WOW air á samfélagsmiðlum.
 

HELSTU VERKEFNI OG ÁBYRGÐARSVIÐ:

 • Þróun samfélagsmiðlastefnu WOW air í samvinnu við markaðsstjóra
 • Hugmyndavinna, skipulag og umsjón markaðsherferða á samfélagsmiðlum
 • Framleiðsla á efni fyrir samfélagsmiðla
 • Upptökur og eftirvinnsla á efni fyrir samfélagsmiðla
 • Mælingar á árangri WOW air á samfélagsmiðlum
   

HÆFNI, MENNTUN, KUNNÁTTA OG REYNSLA SEM STARFIÐ KREFST:

 • Reynsla af upptöku, klippingu og eftirvinnslu á myndböndum
 • Góð kunnátta á After Effects og Premiere Pro skilyrði
 • Kunnátta á Photoshop og Illustrator kostur
 • Brennandi áhugi á samfélagsmiðlum og markaðssetningu á netinu
 • Hugmyndauðgi, metnaður og útsjónarsemi
 • Góð ritfærni á íslensku og ensku
   

AÐRAR UPPLÝSINGAR

WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn.


NÁNARI UPPLÝSINGAR

Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is.
 

Umsóknarfrestur til og með 19. febrúar 2018